Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Kröfur til fjarkennslu í ökunámi

1. Almennt 

  • Faglegar og formlegar lágmarkskröfur eru samkvæmt eftirfarandi lýsingu.  

  • Innskráning á námskeið skal fara fram með rafrænum skilríkjum eða annarri rafrænni auðkenningu.  

2. Fyrirkomulag 

  • Nemandi á að fá nákvæmar upplýsingar um fyrirkomulag kennslunnar, um markmið, skipulag og forsendur hennar sem og um kröfur sem gerðar verða til hans og hann getur gert til skólans. 

  • Skóli skal tryggja að nemandi uppfylli skilyrði til að mega hefja nám. 

  • Efnistök eiga að vera skilgreind í kennsluskrá skólans og í samræmi við námskrá. 

3. Tæknilegar kröfur 

  • Framsetning þarf að vera gagnvirk og árangursstýrð með sjálfvirkum hætti. 

  • Gera þarf raunhæfar ráðstafanir sem tryggja að nemandi hafi tileinkað sér efnið eins og hann væri í staðbundnu námi. 

  • Taka skal mið af þörfum þeirra sem eiga erfitt með að lesa í allri framsetningu ritaðs máls, með því að nemi geti valið letur og liti. Einnig skal upplestur vera í boði í formi vefþulu.  

  • Nemandi skal hafa möguleika á því að hafa samband við kennara skólans til að leita ráða eða skýringa á meðan á námi stendur. Upplýsingar um kennara og tengiliðaupplýsingar skulu koma fram á vefsvæði. Kennari skal svara nemendum innan sólarhrings á virkum dögum.  

  • Skipulögð og skilgreind samskipti þurfa að eiga sér stað á milli verklega ökukennarans og skólans, ökukennari á að fá upplýsingar um faglega framvindu námsins (á ekki við um grunnnám til aukinna ökuréttinda). 

  • Skólinn skal halda nákvæma skrá yfir allar aðkomur nemanda að náminu, til dæmis hve oft og hvenær nemandi skráir sig inn og hvað hann gerir.  

4. Lotur og námsmat 

  • Dreifing námsins á að vera í samræmi við fyrirmæli námskrár. 

  • Í fjarkennslu skal námsgreinum skipt upp í lotur: 

    • Hver lota skal að jafnaði jafngilda tveimur kennslustundum (2x45 mín) hið mesta. 

    • Hver lota skal mynda ákveðna kennslufræðilega heild um ákveðna þætti námskrár í samræmi við kennsluskrá skólans. 

    • Hver lota skal að jafnaði samanstanda af ekki færri en 10 skjámyndum með texta, myndum, verkefnum. Á hverri skjámynd skal vera nákvæm tilvísun í námsefni sem nemandinn verður að kynna sér sérstaklega. 

    • Lotur skulu tengjast saman og mynda eina kennslufræðilega heild sem talist getur tæmandi og í samræmi við námskrá.  

Í ökunámi til B- og aukinna ökuréttinda skal:  

  • Í hverri lotu, áður en henni er lokið, meta kunnáttu nemandans úr því efni sem hún hefur náð til til dæmis með spurningum sem nemandinn þarf að svara. Nemandi þarf að skila 80% árangri til að komast áfram. Nemandi og  kennari hans eiga að fá niðurstöðu úr þessu mati eftir því sem við á.  

  • Frá því að einni lotu er lokið hið minnsta líða sólarhringur þar til að opnast fyrir næstu lotu.  

  • Skólinn í lok námskeiðs (áfanga) leggja fyrir sérstakt próf til að meta hvort nemandi hafi náð að tileinka sér efni námskeiðsins. Niðurstöður skal nota til að tilkynna nemendum um árangur sinn og endurskoða kennsluhætti eftir atvikum.   

  • Lágmarksárangur vera 80%. Ekki þarf að líða sólarhringur á milli próftilrauna.   

  • Skólinn í lok náms staðfesta þátttöku nemandans í námskeiðinu. 

  • Nemandi ljúka námi í námsgrein innan 30 daga frá því að það hefst. 

Í endurmenntun atvinnubílstjóra með réttindi til að stunda farþega- eða vöruflutninga fyrir bifreiðar í C1-, C-, D1- og D- flokki í atvinnuskyni skal: 

  • Í lok hverrar námslotu meta kunnáttu nemandans úr námsefni lotunnar.  

  • Frá því að einni námslotu er lokið líða hið minnsta 15 mínútur þar til að opnast fyrir næstu námslotu.  

  • Í lok námskeiðsins leggja fyrir verkefni sem er samantekt á öllum námsþáttum námskeiðsins.  

  • Námskeiðshaldari staðfesta að nemandinn hafi lokið námskeiðinu á fullnægjandi hátt með útgáfu skjals og skrá þátttakendur í gagnagrunn. Tryggt skal að þátttakendur fá staðfestingu á að hafa lokið endurmenntunarnámskeiðinu. 

  • Nemandi ljúka námi í námsgrein innan 48 tíma frá því að það hefst. 

  • Í hverri lotu skal, áður en henni er lokið, meta kunnáttu nemandans úr því efni sem hún hefur náð til til dæmis með spurningum sem nemandinn þarf að svara. Nemandi þarf að skila 80% árangri til að komast áfram. Nemandi og  kennari hans eiga að fá niðurstöðu úr þessu mati eftir því sem við á. 

  • Frá því að einni lotu er lokið skal hið minnsta líða sólarhringur þar til að opnast fyrir næstu lotu. 

  • Lotur skulu tengjast saman og mynda eina kennslufræðilega heild sem talist getur tæmandi og í samræmi við námskrá.  

  • Skólinn skal í lok námskeiðs (áfanga) leggja fyrir sérstakt próf til að meta hvort nemandi hafi náð að tileinka sér efni námskeiðsins. Niðurstöður skal nota til að tilkynna nemendum um árangur sinn og endurskoða kennsluhætti eftir atvikum.  

  • Lágmarksárangur er 80%. Ekki þarf að líða sólarhringur á milli próftilrauna.  

  • Skólinn skal í lok náms staðfesta þátttöku nemandans í námskeiðinu.  

5. Námsefni 

Nemandi skal hafa aðgang að kennsluefni, sem er í samræmi við skilgreind markmið í námskrá, fyrir tilstuðlan skólans. 

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa
OSZAR »